21. sep. 2016

Heimanámsaðstoð á Bókasafninu

Verkefnið "Heilahristingur" sem er heimanámsaðstoð á Bókasafni Garðabæjar í samstarfi við Rauða krossinn hefst aftur
  • Séð yfir Garðabæ

Verkefnið "Heilahristingur" sem er heimanámsaðstoð á Bókasafni Garðabæjar í samstarfi við Rauða krossinn hefst aftur á Álftanessafni miðvikudaginn 21. september kl. 15.30-17 og á Bókasafninu Garðatorgi fimmtudaginn 22. september kl. 15.30-17. Allir nemendur í 4.-10. bekk eru velkomnir. Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum aðstoða börnin.

Þess má geta að verkefnið var tilnefnt til foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2016.

Verkefnið fór af stað 2008 og er sett upp eftir danskri fyrirmynd. Mikil áhersla er lögð á að heimsókn á bókasafnið verði hluti af lífi barna og ungmenna og að hvetja ungt fólk til áframhaldandi náms. Markmiðið er einnig að veita tækifæri til að styrkja sjálfsmyndina og skapa vettvang fyrir vináttu.

Annað klúbbastarf Bókasafns Garðabæjar eru jafnframt að fara í gang þessa dagana eins og lesa má um í frétt á vef Bókasafnsins.