16. sep. 2014

Hjólað um nýja göngu- og hjólastíga

Hópur barna og fullorðinna hjóluðu saman um hjóla- og göngustígaleiðir um fallega leið í Garðahrauni og nýlagðan stíg meðfram Vífilsstaðavegi. Hjólaferðin var farin á vegum umhverfisnefndar Garðabæjar þriðjudaginn 16. september sl. í upphafi Samgönguviku (16.-22. sept)
  • Séð yfir Garðabæ

Hópur barna og fullorðinna hjóluðu saman um hjóla- og göngustígaleiðir um fallega leið í Garðahrauni og nýlagðan stíg meðfram Vífilsstaðavegi. Hjólaferðin var farin á vegum umhverfisnefndar Garðabæjar þriðjudaginn 16. september sl. í upphafi Samgönguviku (16.-22. sept) sem er hluti af evrópsku átaki um bættar samgöngur í borgum og bæjum.

Gunnar Einarsson bæjarstjóri, ásamt Jónu Sæmundsdóttur formanni umhverfisnefndar leiddu hjólreiðatúrinn og lagt var af stað frá ráðhúsinu á Garðatorgi. Áð var á pallinum þar sem stígurinn í Garðahrauni þverar Atvinnubótaveginn.  Þar las bæjarstjóri á söguskiltið um sögu Atvinnubótaveginn á meðan hjólreiðafólk þáði drykki. Einnig var áð við Vífilsstaðaveginn og rætt um hvaða nýir stígar væru framundan í framkvæmdum.

Hér á vef Garðabæjar er hægt að sjá göngu- og hjólreiðakort af Garðabæ og af höfuðborgarsvæðinu öllu.