1. sep. 2016

Afmælishátíð - hátíðarstrætó ekur um helstu leiðir

Sérstakur hátíðarstrætó keyrir um helstu götur bæjarins og flytur farþega á Garðatorgið laugardaginn 3. september. Afmælisstrætóin verður sérmerktur og ókeypis fargjald.
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær fagnar 40 ára afmæli sínu á þessu ári og haldið er upp á tímamótin á ýmsa vegu á árinu. Framundan er afmælishátíð Garðabæjar sem verður haldin laugardaginn 3. september kl. 13.30-18 í miðbæ Garðabæjar á Garðatorgi.   Á Garðatorgi verður sett upp stórt svið utandyra og torginu verður lokað fyrir bílaumferð um daginn á meðan á hátíðinni stendur. 

Garðbæingar eru hvattir til að koma gangandi á Garðatorgið og einnig er í boði að fá ókeypis far með sérstökum afmælisstrætó sem fer um helstu götur bæjarins á hálftíma fresti á meðan á hátíðinni stendur. 
Gestir sem koma akandi geta nýtt sér bílastæði í bílakjallara Garðatorgs, bílastæði norðan, austan og vestan megin við Garðatorg (við Hrísmóa,  Vídalínskirkju, Tónlistarskóla, Vistor, Flataskóla og Garðaskóla og víðar).

Hátíðarstrætó frá kl. 13.15 - 18:15 laugardaginn 3. sept

Sérstakur hátíðarstrætó keyrir um helstu götur bæjarins og flytur farþega á Garðatorgið laugardaginn 3. september.  Afmælisstrætóin verður sérmerktur og ókeypis fargjald.  Hátíðarstrætó byrjar að ganga kl. 13.15 og leiðirnar eru tvær, síðasta ferð frá Garðatorgi verður kl. 18:15. 
Sjá leiðirnar hér í pdf-skjali og á mynd fyrir neðan.

Hátíðarstrætó - laugardaginn 3. september kl. 13.15-18.15

 

 

 

Dagskrá afmælishátíðarinnar er aðgengileg í viðburðadagatalinu hér á vef Garðabæjar og á fésbókarsíðu bæjarins.

Dagskrá - auglýsing (pdf-skjal)