28. júl. 2016

Innritun á námskeið fyrir eldri borgara í Garðabæ

Innritun á námskeið fyrir eldri borgara í Garðabæ, á haustönn 2016 fer fram 18., 19. og 23. ágúst í Jónshúsi
  • Séð yfir Garðabæ

Innritun á námskeið fyrir eldri borgara í Garðabæ, á haustönn 2016 fer fram 18., 19. og 23. ágúst í Jónshúsi, félagsmiðstöð eldri borgara í Garðabæ.

Fimmtudaginn 18. ágúst er innritað í vatnsleikfimi. Innritun hefst kl 10:00.

Föstudaginn 19. ágúst er innritað í línudans, Qi gong og einnig í 12 vikna námskeið í málun, trésmíði, glermótun og saumi. Innritun hefst kl 10:00.

Þriðjudaginn 23. ágúst er innritað í karlaleikfimi og kvennaleikfimi og hefst innritunin kl 10:00.

Vinsamlegast athugið að takmarkaður fjöldi er á þessi námskeið.

Ekki verður hægt að innrita sig í gegnum síma eða tölvupóst. Þátttakendur verða að mæta í Jónshús og skrá sig eða senda einhvern fyrir sig.