25. júl. 2016

Aðkoma að grenndargámum bætt

Nýverið var reist gerði utan um nýtt grenndargámasvæði við Suðurnes á Álftanesi.
  • Séð yfir Garðabæ

Nýverið var reist gerði utan um nýtt grenndargámasvæði við Suðurnes á Álftanesi. Það var Þórir Sigursteinsson, smiður hjá garðyrkjudeild bæjarins sem smíðaði gerðið sem sjá má á meðfylgjandi myndum. Tilgangurinn með því er að bæta aðkomu að svæðinu og mynda þar skjól. Næsta gerði verður reist umhverfis grenndargáma við Norðurnesveg.

Grenndargámar eru líka við Ásgarð. Gámarnir taka við pappír, plasti og gleri. Það er mikilvægt að gler fari ekki saman við almennt sorp vegna slysahættu starfsfólks sem vinnur við sorphirðu og þar sem vélbúnaður fer illa á því og skemmist.

Þá hefur ný flokkunareining verið sett upp á bílaplaninu við Sjálandsskóla og segir Erla Bil Bjarnardóttir umhverfisstjóri það vera í tilraunaskyni. Til greina komi að setja upp slíkar einingar víðar í bænum ef reynslan verði góð.

Frétt frá 28. júní um nýja grenndargáma í Garðabæ.