18. júl. 2016

Breytingar á Bókasafni Garðabæjar

Starfsmenn Bókasafns Garðabæjar á Garðatorgi hafa í sumar endurraðað hillunum á safninu í því skyni að nýta húsnæði þess sem best.
  • Séð yfir Garðabæ

Starfsmenn Bókasafns Garðabæjar á Garðatorgi hafa í sumar endurraðað hillunum á safninu í því skyni að nýta húsnæði þess sem best. Margrét Sigurgeirsdóttir, forstöðumaður Bóksafns Garðabæjar segir að heitir vindar og sólskin sumarsins hafi fyllts starfsmenn miklum tiltektaranda.

"Eftir mikla ígrundun var farið af stað og hillum raðað upp á nýtt. Um leið fengu bækur og önnur gögn nýjan stað á safninu. Heimilishornið stækkaði verulega við þessar breytingar en þar er efni um handavinnu, matreiðslu, uppeldi, spil og leiki. Þar hittist handavinnuklúbburinn og foreldrar yfir vetrartímann á ákveðnum tímum og eru allir velkomnir. Ævisögur og sagnfræðibækur voru einnig færðar á aðgengilegri stað í framhaldi af erlendum skáldsögum."

Það fyrsta sem gestir safnsins taka eftir þegar þeir koma þangað inn er að afgreiðslan tekur minna pláss en áður og því er rýmra um nýju bækurnar. Margrét segir að um leið skapist meira pláss fyrir útstillingar af ýmsum toga til að auðvelda gestum að velja sér efni. "Við létum líka draum okkar starfsmanna rætast um að auka vægi bóka fyrir ungmenni með því að gefa þeim meira pláss. Af því tlefni var keypt meira efni sem fellur undir þann flokk eins og fantasíur, vísindaskáldskapur og teiknimyndasögur."

Á bókasafninu fara fram margskonar viðburðir og skemmtilegheit. Það er hægt að fylgjast með bókasafninu á vef safnsins, facebook og á Snapchat (bokasafngb). 

Í sumar er sumarlestur í fullum gangi sem lýkur með uppskeruhátíð fimmtudaginn 18. ágúst kl. 11:00. Ævar vísindamaður ætlar að lesa upp úr bók fyrir gesti