18. maí 2016

Minningarsjóður Ísafoldar

Vakin er athygli á minningarsjóði Ísafoldar sem nýttur er til að styrkja og efla starf hjúkrunarheimilisins og dagdvalarinnar.

  • Séð yfir Garðabæ

Minningarsjóð Ísafoldar er ætlað að styðja við þjónustu við íbúa hjúkrunarheimilisins og dagdvalargesti. Sjóðurinn er nýttur til kaupa á tækjum, búnaði, afþreyingu, fyrirlestrum og námskeiðshaldi fyrir starfsfólk auk annars sem fellur að gildum og hugmyndafræði heimilisins og stuðlar að áframhaldandi uppbyggingu þess. 

Í vor var keypt sjónvarpstæki fyrir peninga úr sjóðnum til að nota við MotiView hjólaverkefnið auk þess sem sjónvarpstækið kom sér vel í EM-Stofu Ísafoldar þegar Íslendingar tóku í fyrsta skipti þátt í Evrópumóti karlalandsliða í knattspyrnu.

Hægt er að styðja við uppbyggingu Ísafoldar með kaupum á minningarkortum auk þess sem velkomið er að gera það með beinum framlögum í sjóðinn, sjá meðfylgjandi reikningsnúmer:

Reikningsnúmer: 546-26-42
Kt. 570169-6109

Hægt er að panta Minningarkort Ísafoldar í síma 535 2200 milli kl. 8:00 - 15:30 alla virka daga eða með því að senda tölvupóst í netfangið isafold@isafoldin.is  

Stjórnendur Ísafoldar senda öllum sem hafa Ísafold í huga hlýjar þakkir.