8. júl. 2016

Nýr göngustígur að Vífilsstaðavatni

Hafin er lagning nýs göngustígs frá undirgöngunum undir Reykjanesbraut að Vífilsstaðavatni. Stígurinn verður malbikaður og upplýstur
  • Séð yfir Garðabæ

Hafin er lagning nýs göngustígs að friðlandi Vífilsstaðavatns. Stígurinn mun liggja frá undirgöngunum undir Reykjanesbraut meðfram Vatnsmýri, votlendinu við Vífilsstaðalæk/Hraunsholtslæk sunnan Vífilsstaða að Elliðavatnsvegi. Þar er fyrirhugað að byggja undirgöng undir Elliðavatnsveg með öruggri göngu- og hjólaleið að Vífilsstaðavatni og útivistarsvæðum ofan byggðar.

Með stígnum myndast bein tenging við vinsælt útivistarsvæði í kringum Vífilsstaðavatn. Stígurinn er viðbót við útivistarstíg í hrauninu sem liggur í átt að Vífilsstaðahlíð.

Stígurinn verður þriggja metra breiður, malbikaður með lýsingu, áningastöðum og fræðsluskiltum til fuglaskoðunar.

Áætlað er að verkinu verði að fullu lokið á árinu 2017.

Yfirlitsmynd sem sýnir legu stígsins. (Pdf-skjal, 3.17 Mb)

Hönnun stígs: Landslag ehf.
Verktaki framkvæmdar: Bjössi ehf.