12. sep. 2014

Hjólaferð á þriðjudag um nýja göngu- og hjólastíga

Umhverfisnefnd Garðabæjar býður til hjólaferðar í Garðabæ þriðjudaginn 16. september kl. 16:30. Gunnar Einarsson bæjarstjóri hjólar um nýja göngu- og hjólastíga og kynnir fyrir íbúum skemmtilega hringferð um Garðahraun.
  • Séð yfir Garðabæ

Í tilefni af Samgönguviku sem verður haldin dagana 16.-22. september 2014 býður umhverfisnefnd Garðabæjar til hjólaferðar í Garðabæ þriðjudaginn 16. september kl. 16:30.  Gunnar Einarsson bæjarstjóri hjólar um nýja göngu- og hjólastíga og kynnir fyrir íbúum skemmtilega hringferð um Garðahraun. Allir eru velkomnir með í hjólaferðina og lagt verður af stað frá Ráðhúsi Garðabæjar á Garðatorgi og ferðin endar einnig þar.   Smellið á meðfylgjandi mynd í frétt til að sjá kort af hjólaleiðinni. 

Samgönguvika 16.-22. september 2014

Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Í tilefni af Samgönguviku verður ýmis dagskrá í boði víðs vegar um landið.   Meðal viðburða er ráðstefna á vegum Hjólafærni og LHM (Landssamtaka hjólreiðamanna) föstudaginn 19. september kl. 09-16 sem ber heitið Hjólum til framtíðar 2014 - Okkar vegir - Okkar val. ´
Á fésbókarsíðu Samgönguviku er hægt að sjá nánari upplýsingar um dagskrá vikunnar.