5. júl. 2016

450 ungmenni í Vinnuskóla Garðabæjar

Ungmenni í Vinnuskóla Garðabæjar vinna að fegrun og hreinsun bæjarins í sumar
  • Séð yfir Garðabæ

Um 450 ungmenni á aldrinum 14-16 ára stunda nám og störf í Vinnuskóla Garðabæjar í sumar. Vinnuskólinn verður öflugri með hverju árinu sem líður og voru flokkstjórar sumarsins mættir til vinnu í byrjun júní. Áður en unglingarnir mættu til vinnu voru nokkrir undirbúningsdagar þar sem flokkstjórar fóru yfir dagskrá og skipulag sumarsins með stjórnendum. Auk þess fóru flokkstjórar á ýmis námskeið til að undirbúa sig fyrir það verkefni að stýra unglingum í vinnu samhliða því að fræða þá og kenna. Á námskeiðunum var m.a. lögð áhersla á hópastarf og leiki til að þjappa nemendahópum saman og skyndihjálp. Allir starfsmenn Vinnuskólans leggjast á eitt við að vinna sem best saman, í þágu unglinganna og bæjarins okkar.

 

Markmið Vinnuskólans

 

Markmið Vinnuskólans eru m.a. að kenna unglingum stundvísi, viðeigandi vinnubrögð og vinnu í hópi auk þess sem mikið forvarnarstarf er unnið. Starfsmenn Vinnuskólans eru 20-30 talsins og ungmennin um 450. Þau starfa bæði í garðvinnu og hjá ýmsum félögum í bænum.

 

Frekari upplýsingar um starfsemi Vinnuskólans má finna hér.