Garðeigendur beðnir um að huga vel að gróðri utan lóðamarka
Garðyrkjudeild Garðabæjar biður garðeigendur í bænum að snyrta vel tré og runna á lóðamörkum
Garðyrkjudeild Garðabæjar biður garðeigendur í bænum að athuga vel að tré og runnar á lóðamörkum séu vel snyrt. Gróður sem vex út fyrir lóðamörk getur skapað hættu, t.d. fyrir gangandi og hjólandi fólk á gangstéttum. Finna má upplýsingar og leiðbeiningar um garðhirðu frá garðyrkjudeildinni hér.