28. jún. 2016

Nýir grenndargámar - aukin flokkun

Grenndargámasvæði eru á þremur stöðum í Garðabæ, við Ásgarð, Suðurnesveg og Norðurnesveg. Stefnt er að fleiri og nýjum staðsetningum grenndargáma og/eða boðið verður uppá fjölbreyttari valkosti við flokkun úrgangs.
  • Séð yfir Garðabæ

Grenndargámasvæði eru á þremur stöðum í Garðabæ, við Ásgarð, Suðurnesveg og Norðurnesveg.
Stefnt er að fleiri og nýjum staðsetningum grenndargáma og/eða að boðið verði upp á fjölbreyttari valkosti við flokkun úrgangs.

Á vegum SORPU byggðasamlags á höfuðborgarsvæðinu var farið í útboð á nýjum grenndargámum að uppfylltum skilyrðum t.d. að við losun á gámi verði hann hífður upp og losun fari niður um botnloka. Þetta fyrirkomulag kallar ekki á sérútbúna bíla verktaka til losunar nema með léttum krana til að hífa gáminn til losunar á bíl.

Nýju flokkunargámarnir eru fyrir plast, pappír og gler. Sjá meðfylgjandi mynd af nýju grenndargámunum við Ásgarð. Einnig verður gert ráð fyrir fatasöfnunargámum frá Rauða krossinum á þessum grenndargámasvæðum.Flokkað efni til endurvinnslu hefur aukist undanfarið og búist er við að svo verði áfram og mörg heimili kjósa að skila endurvinnslu efni í grenndargáma.

Grenndargámagerði eru á fjárhagsáætlun ársins 2016, ákveðið er að reisa gerði fyrir gámana til að bæta aðkomu að þeim og veita skjól. Hönnun þessara gerða hefur farið fram á vegum Sorpu bs. svo samræmt útlit verði á höfuðborgarsvæðinu.

Snyrtileg og smekkleg grenndargámagerði verða til fyrirmyndar í snyrtilegum bæ!

Losun á gámunum verður sem hér segir:

Ásgarð v/íþróttahús:  Þriðjudaga plast og fimmtudaga blöð
Suðurnesveg v/golfvöll: Þriðjudaga plast og fimmtudaga blöð
Norðurnesveg: Þriðjudaga plast og fimmtudaga blöð