16. jún. 2016

Skapandi sumarstörf hafin

Skapandi sumarhópur í Garðabæ hefur nú tekið til starfa. Hópurinn er hluti af sumarstarfi ungmenna 17 ára og eldri og þar býðst þar ungu og hæfileikaríku fólki að vinna að skapandi verkefnum, bæði eigin verkefni og samstarfsverkefni, yfir sumartímann.
  • Séð yfir Garðabæ

Skapandi sumarhópur í Garðabæ hefur nú tekið til starfa. Hópurinn er hluti af sumarstarfi ungmenna 17 ára og eldri og þar býðst þar ungu og hæfileikaríku fólki að vinna að skapandi verkefnum, bæði eigin verkefni og samstarfsverkefni,  yfir sumartímann.

Hópurinn er skipaður 15 einstaklingum sem í sumar munu vinna að listsköpun og menningartengdri starfsemi í bænum. Verkefni þeirra eru fjölbreytt og tengjast tónlist, kvikmyndun, hönnun, ljósmyndun, vefútgáfu og myndlist. Framundan eru margar vikur af skapandi vinnu og hópurinn tekur m.a. þátt í  Jónsmessugleði Grósku, sem verður haldin fimmtudaginn 23. júní nk., auk þess sem hann mun setja upp verk sín og koma fram við ýmis tækifæri í sumar. 

Hópurinn hefur aðsetur í ,,Klaustrinu" í Holtsbúð í sumar en þar er heilmikil listastarfssemi þessa dagana, m.a. eru þar skapandi sumarnámskeið fyrir börn á vegum Klifsins auk þess sem nokkrar hljómsveitir hafa þar æfingaaðstöðu.

Hægt er að fylgjast með starfinu í sumar í gegnum fésbókarsíðu hópsins: Skapandi sumarstörf í Garðabæ og á instagram.