7. jún. 2016

Veitingastaður við Arnarnesvog

Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í morgun, þriðjudaginn 7. júní, var samþykkt tillaga um að að leggja til við bæjarstjórn Garðabæjar að ganga til samninga við óstofnað hlutafélag „Arnarvog ehf.“ um úthlutun lóðar fyrir veitingastað við Arnarnesvog.
  • Séð yfir Garðabæ

Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í morgun, þriðjudaginn 7. júní,  var samþykkt tillaga um að að leggja til við bæjarstjórn Garðabæjar að ganga til samninga við óstofnað hlutafélag „Arnarvog ehf.“ um úthlutun lóðar fyrir veitingastað við Arnarnesvog.  Samþykktin er með fyrirvara um að við undirskrift samnings hafi félagið formlega verið stofnað og stofnefnahagsreikningur lagður fram staðfestur af löggiltum endurskoðanda.
Halldór Jörgensson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar greiddi atkvæði gegn tillögunni og lagði fram bókun við afgreiðslu málsins.

Í umsókn um lóðina kemur fram að áætlað er að rekstur veitingastaðar geti hafist innan 18 mánaða frá því að lóðinni er úthlutað.  Í tillögu að byggingu hússins er gert ráð fyrir að hægt sé að aðskilja  kaffihús staðarins frá veislusal sem eykur möguleika á fjölbreytni í rekstri staðarins.  Þá er hugmynd um nýtingu þakverandar aðlaðandi fyrir gesti staðarins þegar vel viðrar.  Sjá nánar myndir með frétt.