17. maí 2016

Fjölbreyttir munir á vorsýningu í Jónshúsi

Mikið fjölmenni var á vorsýningu í Jónshúsi nú á dögunum þar sem handverksfólk úr hópi eldri borgara sýndi afrakstur vetrarins.
  • Séð yfir Garðabæ

Mikið fjölmenni var á vorsýningu í Jónshúsi nú á dögunum þar sem handverksfólk úr hópi eldri borgara sýndi afrakstur vetrarins.

Við opnun sýningarinnar söng Garðakórinn, kór eldri borgarara í Garðabæ, undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar og þeir Ingvar Hólmgeirsson og Þorvaldur Skaftason léku á harmonikku og gítar fyrir gesti.

Ljóst er að mikil vinna liggur að baki sýningarinnar. Þar mátti sjá margra fagra muni, tréútskurð, myndlist, glerlist, leðursaum, bútasaum, handverk þæft úr ull og margt fleira.

Starfsfólk Jónshúss þakkar eldri borgurum og kennurum fyrir ánægjulega samveru í vetur.

Jónshús verður opið í allt sumar.