12. maí 2016

Fuglaskoðun á Álftanesi

Ungir sem aldnir fengu fræðslu um fuglalífið á Álftanesi 10. maí sl. enda margæsir í árlegri stuttri heimsókn á túnunum á Nesinu.
  • Séð yfir Garðabæ

Ungir sem aldnir fengu fræðslu um fuglalífið á Álftanesi 10. maí sl. enda margæsir í árlegri stuttri heimsókn á túnunum á Nesinu.

Nemendur í fimmta bekk í Álftanesskóla fengu fyrri hluta dagsins notið útikennslu með fuglafræðingunum Dr. Ólafi Einarssyni og Jóhanni Óla Hilmarssyni í boði umhverfisnefndar. Krakkarnir sem eru um 45 talsins gengu um Álftanesið að Kasthúsatjörn þar sem þau skoðuðu og greindu fugla. Þeir reyndust vera vel að sér um ólíkar fuglategundir og höfðu gaman af.

Síðdegis sama dag bauð umhverfisnefnd upp á fuglaskoðun fyrir áhugasama við Kasthúsatjörn. Þar skemmtu viðstaddir sér að að finna sem flestar tegundir með aðstoð fuglafræðinganna. Alls töldu þátttakendur 27 tegundir af fuglum enda var mikið líf við tjörnina. Meðal annars var þar álftapar sem lá á hreiðri. 

Flestar voru margæsirnar en sjaldgæfustu fuglarnir sem sáust voru tveir Hrísstelkar sem fuglafræðingarnir sögðu koma frá Ameríku.