13. maí 2016

Vel heppnað landsmót íslenskra skólalúðrasveita

Landsmót íslenskra skólalúðrasveita haldið í Garðabæ helgina 29. apríl til 1. maí. Um 700 þátttakendur tóku þátt
  • Séð yfir Garðabæ

Helgina 29. apríl til 1. maí sl. var Landsmót íslenskra skólalúðrasveita haldið í Garðabæ.  Um 700 þátttakendur tóku þátt úr 20 hljómsveitum sem komu víðs vegar af landinu.  Mikil æfingadagskrá fór fram þá helgi þar sem þátttakendum var getuskipt í um það bil 100 barna hljómsveitir auk þess sem skipuð var sérstök trommusveit.  Æfingar fóru fram í tveimur sölum í íþróttamiðstöðinni Ásgarði og einnig í Sjálandsskóla, Flataskóla, Skátaheimilinu við Bæjarbraut og í Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund.   

Milli æfinga var ýmislegt gert sér til skemmtunar, þátttakendur gátu farið í sundlaugina á Álftanesi, farið var í ratleik, Jón Víðis töframaður skemmti gestum og svo var haldin sérlega glæsileg kvöldskemmtun þar sem bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór komu fram og Diskótekið Dísa sá um stuðið frameftir kvöldi á laugardeginum.

Glæsilegir lokatónleikar

Landsmótinu lauk með hátíðar tónleikum sunnudaginn 1. maí í tveimur íþróttasölum í Ásgarði þar sem hljómsveitirnar komu fram og sýndu afrakstur æfingar helgarinnar.  Skipuleggjendur landsmótsins voru afar ánægðir með hvernig til tókst á mótinu.  Landsmótið var um leið lokapunktur Listadaga barna og ungmenna sem voru haldnir í Garðabæ síðustu dagana í apríl.

Á fésbókarsíðu SÍSL, samtaka íslenskra skólalúðrasveita, má sjá fleiri skemmtilegar myndir frá landsmótinu í Garðabæ.