Malbikunarframkvæmdir á Karlabraut og Hofsstaðabraut
Karlabraut verður malbikuð miðvikudaginn 11. maí og Hofsstaðabraut 12. maí
Miðvikudaginn 11 maí, verður Karlabraut malbikuð og verður hún lokuð frá kl. 9 og fram eftir degi. Hægt verður að keyra um Hofsstaðabraut að efri Lundum, nema í um klukkutíma um klukkan 14 til 15.
Einnig er fyrirhuguð malbikun á Hofsstaðabraut við efri Lundi á fimmtudag og má búast við umferðartöfum þar frá kl. 9 og fram eftir degi.
Fyrirtækið Loftorka sér um malbikunarframkvæmdirnar.