5. maí 2016

Skátafjör á sumardaginn fyrsta

Skátafélagið Vífill hafði umsjón með hátíðardagskrá á sumardeginum fyrsta fimmtudaginn 21. apríl sl. Sumardagurinn fyrsti er jafnframt afmælisdagur félagsins. Dagurinn hófst með skátamessu í Vídalínskirkju kl. 13 og að lokinni messu var haldið í skrúðgöngu að Hofsstaðaskóla.
  • Séð yfir Garðabæ

Skátafélagið Vífill hafði umsjón með hátíðardagskrá á sumardeginum fyrsta fimmtudaginn 21. apríl sl.  Sumardagurinn fyrsti er jafnframt afmælisdagur félagsins. Dagurinn hófst með skátamessu í Vídalínskirkju kl. 13 og að lokinni messu var haldið í skrúðgöngu að Hofsstaðaskóla.  Það voru ungir skátar úr Vifli sem leiddu gönguna með fánaborg og blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar stýrði göngutakti og undirleik.  

Við Hofsstaðaskóla var boðið upp á skemmtidagskrá þar sem voru ýmis leiktæki í boði, kassaklifur o.fl.  Trúðar frá Sirkus Íslands skemmtu gestum og ungmenni úr Garðaskóla sýndu atriði úr söngleik Garðalundar þetta árið ,,Cry Baby".  Einnig gátu gestir skoðað tæki og búnað frá Hjálparsveit skáta og síðast en ekki síst var hið vinsæla skátatertuboð innandyra í Hofsstaðaskóla þar sem gestir gátu gætt sér á dýrindis veitingum og styrkt um leið skátastarfið.