29. apr. 2016

Ljúfir og suðrænir tónar á Þriðjudagsklassík

Tónleikaröðin Þriðjudagsklassík í Garðabæ hófst með tónleikum þriðjudaginn 26. apríl sl. í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund. Þá steig á svið gítarleikarinn Svanur Vilbergsson sem bauð tónleikagestum upp á suðræna og seiðandi tóna eftir spænsk, argentínsk og brasilísk tónskáld
  • Séð yfir Garðabæ

Tónleikaröðin Þriðjudagsklassík í Garðabæ hófst með tónleikum þriðjudaginn 26. apríl sl. í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund. Þá steig á svið gítarleikarinn Svanur Vilbergsson sem bauð tónleikagestum upp á suðræna og seiðandi tóna eftir spænsk, argentínsk og brasilísk tónskáld.  Gestur á tónleikunum var Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópransöngkona sem er jafnframt listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar.  Þriðjudagsklassík er haldin á vegum menningar- og safnanefndar og er nú að haldin í fjórða sinn. 

Næstu tónleikar

Síðari tónleikarnir á vorönn verða haldnir þriðjudaginn 31. maí nk. en þá spila þau Einar Jóhannesson, klarínettuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari efnisskrá helguð tónskáldinu Franz Schubert.  Einnig verður Þriðjudagsklassík með tónleika í byrjun september í tilefni af 40 ára afmæli Garðabæjar. 
 
Þriðjudagsklassík á facebook.