22. apr. 2016

Jazzhátíðin fer vel af stað

Jazzhátíð Garðabæjar fer vel af stað en fyrstu tónleikarnir voru haldnir að kvöldi til 20. apríl þegar ungar og efnilegar hljómsveitir úr Tónlistarskóla Garðabæjar stigu á svið í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju.
  • Séð yfir Garðabæ

Jazzhátíð Garðabæjar fer vel af stað en fyrstu tónleikarnir voru haldnir að kvöldi til 20. apríl þegar ungar og efnilegar hljómsveitir úr Tónlistarskóla Garðabæjar stigu á svið í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju. Unga fólkið stóð sig með prýði og jazzhátíðin hefur á hverju ári boðið ungu fólki að taka þátt annað hvort með sér tónleika eða sem upphitunaratriði. 

Ljúfir brasilískir tónar

Á fimmtudagskvöldinu 21. apríl, á sumardaginn fyrsta, steig fjölþjóðlegur kvintett Sigurðar Flosasonar og  á svið undir heitinu Projeto Brasil.  Húsfyllir var í Kirkjuhvoli og gestir kunnu vel að meta þá hugljúfu brasilísku tóna sem boðið var upp á. Undirþema jazzhátíðarinnar í ár er tengsl jazz við heimstónlist og öll kvöldatriði hátíðarinnar eru af þeim toga.  Í ár fara allir kvöldtónleikar hátíðarinnar fram í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju en auk þess verða tónleikar að degi til í Jónshúsi og Haukshúsi á Álftanesi.

Dagskrá um helgina

Á föstudagskvöldinu mætir hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans og flytur skemmtileg lög roma tónlistarmanna frá suðaustur Evrópu.  Á laugardeginum verða þrennir tónleikar og þá koma fram tríó Bjössa Thor og Raggi Bjarna, Ómar Guðjónsson og Tómas R. Einarsson og hátíðinni lýkur með kvöldtónleikum hins brasilíska Ife Tolentino og þeim Óskari Guðjónssyni og Eyþórs Gunnarssonar þar sem þeir flytja eldri og ný lög.

Aðgangur er ókeypis á alla viðburði jazzhátíðarinnar, allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Dagskráin er aðgengileg hér á vef Garðabæjar.