29. ágú. 2014

Skráning í frístundabílinn hafin

Skráning í frístundabílinn er hafin í nýju skráningarkerfi fyrir haust og vorönn. Frístundabíllinn hefur það hlutverk að keyra börn frá tómstundaheimilum grunnskóla í íþrótta- og tómstundastarf. Frístundabíllinn ekur á starfstíma skólanna alla virka daga kl. 14.15-17:30 frá 1. september til 19. desember og frá 5. janúar til 5. júní með hléi í páskafríinu.
  • Séð yfir Garðabæ

Skráning í frístundabílinn er hafin í nýju skráningarkerfi fyrir haust og vorönn.  Í skráningarkerfinu er hægt að kaupa Garðakort eða áfyllingu á Garðakort sem barnið á fyrir. Hægt er að kaupa áfyllingu sem dugar alla haustönnina, vorönn eða allt skólaárið.  Jafnframt er hægt að kaupa 30 stakar ferðir.  

Frístundabíllinn hefur það hlutverk að keyra börn frá tómstundaheimilum grunnskóla í íþrótta- og tómstundastarf. Frístundabíllinn ekur á starfstíma skólanna alla virka daga kl. 14.15-17:30 frá 1. september til 19. desember og frá 5. janúar til 5. júní með hléi í páskafríinu.

Í vetur verða tvær leiðir á vegum frístundabílsins. Leið 1 fer frá Mýrinni til Sjálandsskóla með viðkomu í Tónlistarskólanum í Kirkjulundi og að Ásgarði á hverjum 30 mínútum.  Fyrsta ferð dagsins er frá Mýrinni kl. 14:15.  Leið 2 fer á klukkutímafresti frá Álftanesi með viðkomu í Ásgarði, Tónlistarskólanum í Kirkjulundi og að Mýrinni.  Fyrsta ferð frá Álftanesi er kl. 14:45.

Nánari upplýsingar um leiðakerfi og tímatöflu frístundabílsins má finna hér.

Leiðbeiningar um skráningu í frístundabílinn

Skráning í frístundabílinn.