29. mar. 2016

Örstutt könnun um vef Garðabæjar

Viltu hjálpa okkur að bæta vef Garðabæjar? Vinsamlegast svaraðu örstuttri könnun um vefinn
  • Séð yfir Garðabæ

Viltu hjálpa okkur að bæta vef Garðabæjar? Vinsamlegast svaraðu örstuttri könnun um vefinn.

Smelltu hér til að opna könnunina

Könnunin er liður í undirbúningsvinnu við nýjan vef Garðabæjar, gardabaer.is. 

Nemendur í námskeiðinu Vefmiðlun sem er kennt sem hluti af MA-náminu Hagnýt menningarmiðlun í Háskóla Íslands tóku að sér undirbúningsvinnu fyrir Garðabæ, sem felst í að greina núverandi vef og koma með tillögur til úrbóta. Hluti af undirbúningnum felst í að kanna hug notenda til vefsins. Nemendurnir hafa þegar tekið viðtöl við nokkra Garðbæinga. Nú er komið að seinni hluta viðhorfakönnunarinnar sem er örstutt rafræn könnun sem notendur hans eru beðnir um að svara.

Í þessari könnun er spurt um viðhorf notenda til núverandi vefs bæjarins og til veru bæjarins á samfélagsmiðlum. Í inngangi að könnuninni segir m.a. "Skoðanir þínar eru okkur mikilvægar og við værum mjög þakklát fyrir ef þú tækir þér tíma í að svara könnuninni. Könnunin er nafnlaus og ekki verður hægt að rekja svörin til einstakra þátttakenda."

Svara þarf könnuninni fyrir 5. apríl 2016.

Kærar þakkir fyrir að taka þátt.