11. mar. 2016

Margt að gerast í miðbænum

Mikið líf er að færast í miðbæ Garðabæjar þessar vikurnar. Öll rýmin á jarðhæð hússins Garðatorgs 4 hafa verið leigð út og eru fyrirtækin að hefja starfsemi þar eitt af öðru
  • Séð yfir Garðabæ

Mikið líf er að færast í miðbæ Garðabæjar þessar vikurnar. Öll rýmin á jarðhæð hússins Garðatorgs 4 hafa verið leigð út og eru fyrirtækin að hefja starfsemi þar eitt af öðru.

Nú þegar hafa nokkur fyrirtæki tekið til starfa og önnur bætast við á næstu dögum og vikum. 

Framkvæmdir við byggingu hússins Garðatorgs 2 eru langt komnar og er nú þegar farið að selja íbúðir í húsinu. Fyrstu íbúðirnar verða væntanlega afhentar í sumar.

Í sumar hefjast jafnframt framkvæmdir við nýtt hús, Garðatorg 6, þar sem gert er ráð fyrir verslun eða þjónustu á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum.

Kynningarglærur um miðbæ Garðabæjar