4. nóv. 2016

Fjárhagsáætlun 2017-2020

Samkvæmt framlagðri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur A og B hluta bæjarsjóðs verði um 346 m.kr. á árinu 2017
  • Séð yfir Garðabæ

Fjárhagsáætlun Garðabæjar var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær. Samkvæmt framlagðri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur A-hluta bæjarsjóðs verði um 97 m.kr. á árinu 2017 og rekstrarafgangur A og B hluta um 346 m.kr. Veltufé frá rekstri er áætlað að verði 1.154 m.kr. hjá A hluta og 1.615 m.kr. hjá A og B hluta.

Á árinu 2017 er gert ráð fyrir framkvæmdum að fjárhæð 1.650 m.kr. Stærsta einstaka framkvæmdin er endurnýjun á Ásgarðslaug en til hennar er áætlað að verja 600 milljónum króna. Til Urriðaholtsskla eru áætlaðar 400 milljónir króna og gert ráð fyrir framlagi frá Urriðaholti ehf. að sömu fjárhæð.

Í fjárhagsáætluninni hafa að mestu leyti gengið eftir þau markmið sem sett eru í forsendum hennar. Seinni umræða um fjárhagsáætlunina fer fram 1. desember.

Við gerð fjárhagsáætlunar var leitað til íbúa um ábendingar varðandi fjárhagsáætlun á vef bæjarins. Það er mikið ánægjuefni hversu margir íbúar brugðust við og skiluðu inn ýmsum ábendingum um það sem betur má fara eða leggja þarf áherslu á. Þann 1. nóvember höfðu borist 123 ábendingar. Á milli umræðna verður farið nánar yfir ábendingar frá íbúum.

Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2017-2020 - fyrri umræða.

Greinargerð með fjárhagsáætlun.