3. feb. 2016

Fjölbreytt dagskrá á degi tónlistarskólans

Fjölbreytt dagskrá verður í Tónlistarskóla Garðabæjar á degi tónlistarskólans sem haldinn verður laugardaginn 6. febrúar nk. Þá gefst Garðbæingum færi á að heimsækja skólann og njóta tónlistar af ýmsu tagi. Dagskráin fer fram á báðum starfsstöðvum skólans í Kirkjulundi 11 og í Breiðamýri á Álftanesi.
  • Séð yfir Garðabæ

Fjölbreytt dagskrá verður í Tónlistarskóla Garðabæjar á degi tónlistarskólans sem haldinn verður  laugardaginn 6. febrúar nk.  Þá gefst Garðbæingum færi á að heimsækja skólann og njóta tónlistar af ýmsu tagi. Dagskráin fer fram á báðum starfsstöðvum skólans í Kirkjulundi 11 og í Breiðamýri á Álftanesi. Fjölmargir hæfileikaríkir nemendur koma fram og skemmta gestum og gangandi, þ.á.m. söngnemendur, blásarasveitir skólans, strengjasveitir og samspilshópar.

Dagskrá á Álftanesi

Dagskráin hefst með kaffihúsatónleikum í hátíðarsal grunnskólans á Álftanesi kl. 10.30-12.30. Foreldra- og velunnarafélag tónlistarnema á Álftanesi stendur fyrir kaffisölu á tónleikunum.

Dagskrá í Kirkjulundi

Tónleikar hefjast í báðum sölum skólans kl. 13.00.
Áætlað er að dagskrá ljúki kl. 15.00

Bæjarbúar eru velkomnir í Tónlistarskóla Garðabæjar á laugardaginn til að kynna sér þá blómlegu starfsemi sem þar fer fram.

Sjá einnig vef Tónlistarskólans og fésbókarsíðu skólans.