22. jan. 2016

Innri vefurinn tilnefndur til verðlauna

Nýr innri vefur Garðabæjar sem tekinn var í notkun á síðasta ári er tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna í flokknum þjónustusvæði starfsmanna.
  • Séð yfir Garðabæ

Nýr innri vefur Garðabæjar sem tekinn var í notkun á síðasta ári er tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna í flokknum þjónustusvæði starfsmanna. 

Innri vefurinn er aðgengilegur öllum starfsmönnum Garðabæjar. Tilgangurinn með honum er meðal annars að auðvelda upplýsingaflæði til og á milli starfsmanna bæjarins sem starfa á mörgum ólíkum vinnustöðum, t.d. í grunn- og leikskólum, á bæjarskrifstofum, bókasafni, íþróttahúsum, þjónustumiðstöð, heimilum fatlaðs fólks og víðar. Alls eru starfsmenn bæjarins um 1100.

Á innri vefnum geta starfsmenn einnig nálgast ýmis kerfi sem koma að gagni í vinnunni, þar er símaskrá sem nær til allra starfsmanna, hægt að sjá nýja starfsmenn og hverjir eiga afmæli svo eitthvað sé nefnt. Þar eru einnig gögn varðandi skjalamál, tölvumál o.fl. sem eiga erindi til starfsmanna á öllum vinnustöðunum. Forstöðumenn stofnana hafa jafnframt leið til þess á innri vefnum að koma skilaboðum eingöngu til sinna starfsmanna.

Sjá á vef íslensku vefverðlaunanna