13. ágú. 2014

Harmonikkuball í garði Ísafoldar í glaðasólskini

Bræðurnir Sigurður, Rúnar og Sævar Hannessynir ásamt Gunnlaugi Valtýssyni stóðu fyrir harmonikkutónleikum og dansleik í garði Ísafoldar í glaðasólskini í gær
  • Séð yfir Garðabæ
Bræðurnir Sigurður, Rúnar og Sævar Hannessynir ásamt Gunnlaugi Valtýssyni stóðu fyrir harmonikkutónleikum og dansleik í glaðasólskini í garði Ísafoldar í gær. Sigurður Hannesson, einn af fjölmörgum velvildarmönnum Ísafoldar, hefur staðið fyrir ýmsum skemmtilegum viðburðum á Ísafold sem er afar vel metið.  Íbúar og starfsfólk Ísafoldar nutu tónlistarinnar úti í sólskininu, fleiri myndir frá tónleikunum er að finna á vef Ísafoldar.