Tvær brennur í Garðabæ
Tvær áramótabrennur verða í Garðabæ á gamlárskvöld, á Álftanesi og við Sjávargrund
Tvær áramótabrennur verða í Garðabæ á gamlárskvöld eins og undanfarin ár.
Á Álftanesi verður brennan nærri ströndinni norðan við Gesthús. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30. Brennan er í umsjón Skátafélagsins Svana á Álftanesi.
Kveikt verður í brennunni við Sjávargrund kl. 21. Knattspyrnudeild Stjörnunnar sér um brennuna en Hjálparsveit skáta í Garðabæ sér um flugeldasýningu sem hefst kl. 21.15.