4. des. 2015

Ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi 5. des

Laugardaginn 5. desember nk. verða ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi. Jólatréð er gjöf frá Asker, vinabæ Garðabæjar í Noregi, og þetta er í 46. sinn sem Garðbæingar fá þessa vinasendingu þaðan. Athöfnin á laugardag hefst kl. 16 á Garðatorgi við ráðhús Garðabæjar.
  • Séð yfir Garðabæ

Laugardaginn 5. desember nk. verða ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi.  Jólatréð er gjöf frá Asker, vinabæ Garðabæjar í Noregi, og þetta er í 46. sinn sem Garðbæingar fá þessa vinasendingu þaðan.  Athöfnin á laugardag hefst kl. 16 á Garðatorgi við ráðhús Garðabæjar. Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar leikur fyrir gesti og Hilmar Ingólfsson formaður Norræna félagsins í Garðabæ, býður gesti velkomna.  Marit Lillealtern, sendiráðsritari í sendiráði Noregs, afhendir tréð fyrir hönd Asker og Gunnar Valur Gíslason, varaforseti bæjarstjórnar, veitir trénu viðtöku. Skólabörn úr Hofsstaðaskóla syngja nokkur lög fyrir viðstadda og að lokum koma jólasveinar til byggða og flytja jólalög. 

Gestir eru hvattir til að klæða sig vel eftir veðri.

Viðburður á fésbókarsíðu Garðabæjar.

Barnaleikrit í Bókasafninu og ókeypis aðgangur í Hönnunarsafn Íslands

Ýmislegt verður einnig um að vera fyrr um daginn í miðbæ Garðabæjar.  Að venju er leiksýning í Bókasafni Garðabæjar,  sem að þessu sinni hefst kl. 15 þegar Möguleikhúsið sýnir ,,Hvar er Stekkjarstaur?".  Leiksýningin verður haldin á efri hæð safnsins að Garðatorgi 7.   Þennan dag verður ókeypis aðgangur í Hönnunarsafn Íslands frá kl. 12-17.  Í safninu er hægt að skoða sýningarnar ,,Geymilegir hlutir" og ,,Safnið á röngunni"´. Jóladagatal Hönnunarsafns Íslands verður opnað á hverjum degi í desember í glugga safnsins fram að jólum. 

Aðventusýning Gunnellu opnar í Gróskusalnum á Garðatorgi þennan dag, opið frá kl. 13-17.  Á sýningunni verða ný og nýleg málverk en einnig eldri grafíkmyndir.

Á Garðatorgi er hægt að byrja jólaverslunina í verslunum á torginu.

Allir eru velkomnir á Garðatorgið til að taka þátt í jóladagskránni.