27. nóv. 2015

Vel sóttir íbúafundir um aðalskipulag

Kynningarglærur frá íbúafundum um gerð nýs aðalskipulags eru aðgengilegar á vef Garðabæjar
  • Séð yfir Garðabæ

Tveir kynningarfundir um gerð nýs aðalskipulags fyrir Garðabæ voru haldnir í vikunni. Vel var mætt á báða fundina og komu fundarmenn með margar spurningar og ábendingar til skipulagsnefndar og -ráðgjafa.

Á fundunum kynnti Árni Ólafsson, aðalskipulagsráðgjafi vinnuna við gerð aðalskipulags og þau drög sem nú liggja fyrir að nýju aðalskipulagi, sem verður hið fyrsta í sameinuðu sveitarfélagi.

Íbúar Garðabæjar eru hvattir til að taka virkan þátt í gerð aðalskipulagsins. M.a. er hægt að skoða kynninguna frá fundinum kynninguna frá fundinum á vef Garðabæjar og senda inn ábendingar. Einnig er hægt að óska eftir fundum um einstök málefni með skipulagsráðgjöfum og skipulagsstjóra, með því að senda tölvupóst í netfangið: adalskipulag@gardabaer.is .

Hvað er aðalskipulag?

Aðalskipulag er skilgreint í skipulagslögum. Þar segir að aðalskipulag sé skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna bæjarstjórnar um:

  • landnotkun
  • byggðaþróun
  • byggðamynstur
  • samgöngu- og þjónustukerfi og
  • umhverfismál

Til skýringar og einföldunar má segja að landnotkun snúist um „hvar á að byggja hvað“, byggðaþróun um „hvar á að byggja næst“, byggðamynstur um „hvernig á að byggja“, samgöngu- og þjónustukerfi um „hvar götur og veitur skulu liggja“ og umhverfismál um „hvernig umgangast skuli umhverfi og náttúru.

Efni frá kynningarfundum um aðalskipulag 25. og 26. nóvember

Sendu inn ábendingu

Upplýsingar um vinnuferlið við gerð aðalskipulags