27. nóv. 2015

Jóla- og góðgerðardagurinn á Álftanesi

Laugardaginn 28. nóvember nk. verður hinn árlegi jóla- og góðgerðardagur á Álftanesi á vegum foreldrafélags Álftanesskóla og fleiri félaga á Álftanesi.
  • Séð yfir Garðabæ

Laugardaginn 28. nóvember nk. verður hinn árlegi jóla- og góðgerðardagur á Álftanesi á vegum foreldrafélags Álftanesskóla og fleiri félaga á Álftanesi. Dagskráin verður haldin í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi frá kl. 12-16. Fjölbreytt dagskrá verður í boði þennan dag og meðal þeirra sem koma fram eru Álftaneskórinn, nemendur í Tónlistarskóla Garðabæjar, Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju,  Guðrún Óla Jónsdóttir keppandi í The Voice Ísland, Alda Dís Arnardóttir, sigurvegari Ísland Got Talent, nemendur úr Álftanesskóla syngja og dansa og verða með tískusýningu. 

Á staðnum verða ýmis félög og einstaklingar með söluborð þar sem verður hægt að versla handverk, hönnunarvörur, kaffiveitingar og margt fleira.  Allur ágóði af leigu borðanna rennur til góðs málefnis. Líknarsjóður Álftaness tekur á móti AUKApakkanum og Rauði krossinn tekur á móti fatapokanum.

Jóla- og góðgerðardagur - viðburður á fésbókarsíðu foreldrafélags Álftanesskóla

Ljósin tendruð á jólatrénu á Álftanesi kl. 16:15 

Að lokinni dagskrá innandyra verða ljósin tendruð á jólatrénu fyrir utan íþróttamiðstöðina og dagskráin utandyra hefst kl. 16:15.  Sigríður Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar stýrir dagskránni, sr. Hans Guðberg Alfreðsson flytur hugvekju, Hrafnkell Pálmarsson og Pálmar Ólafsson halda uppi jólastemningu og spila jólalög um leið og dansað verður í kringum jólatréð.  Að lokum mæta jólasveinar á staðinn.

Hér í viðburðadagatalinu á vef Garðabæjar er hægt að sjá dagskrá jóla- og góðgerðardagsins næsta laugardag.