27. nóv. 2015

Jóladagatal Hönnunarsafnsins

Jóladagatal Hönnunarsafns Íslands verður opnað á hverjum degi í desember fram að jólum.
  • Séð yfir Garðabæ

Jóladagatal Hönnunarsafns Íslands verður opnað á hverjum degi í desember fram að jólum. Í anddyri safnsins verður glugga breytt i jóladagatal þar sem einn hlutur úr safneigninni verður sýndur á dag. Enginn veit hvað mun birtast kl. 12 á hádegi hvern dag.

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna verður jóladagatalið tileinkað konum í ár.

Þeir sem missa af því að skoða hlutinn í glugganum geta skoðað hann og upplýsingar um hann á vef safnsins eða á facebooksíðu þess. Þar munu þeir birtast einn og einn fram að jólum.