20. nóv. 2015

Leitað til íbúa vegna fjárhagsáætlunar

Leitað er til íbúa um ábendingar og tillögur vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Garðabæjar fyrir árin 2016-2019
  • Séð yfir Garðabæ
Fjárhagsáætlun Garðabæjar verður tekin til seinni umræðu í bæjarstjórn Garðabæjar fimmtudaginn 3. desember 2015. Íbúum gefst kostur á að senda inn ábendingar vegna fjárhagsáætlunargerðarinnar. Ábendingar verða að berast fyrir 1. desember 2015.

Ábendingarnar geta snúið að:

  • Tillögum til hagræðingar í starfsemi Garðabæjar
  • Nýjum verkefnum sem bærinn ætti að sinna
  • Verkefnum sem leggja þarf áherslu á í starfsemi bæjarins

Ábendingarnar þarf að senda í gegnum þar til gert form hér á vefnum. Þar má einnig finna gögn sem útskýra helstu tölur varðandi tekjur og útgjöld bæjarins sem og skuldir og eignir.

Ábendingaform vegna fjárhagsæátlunar 2016-2019