Tónlistarveisla í skammdeginu verður haldin 12. nóvember
Hljómsveitin Hjaltalín treður upp í tónlistarveislu í skammdeginu 12. nóvember nk. á Garðatorgi.
Þetta er í þrettánda sinn sem tónlistarveislan er haldin á Garðatorgi og Garðbæingar sem og aðrir tónlistarunnendur hafa kunnað vel að meta og fjölmennt á torgið. Að venju verður reynt að skapa skemmtilega kaffihúsastemningu, borðum og stólum raðað upp á torginu og gestir geta keypt sér veitingar frá Lionsklúbbi Garðabæjar. Tónleikarnir byrja klukkan 21 og standa í rúman klukkutíma.
Á fimmtudagskvöldinu 12. nóvember geta gestir og gangandi einnig skoðað myndlist á Garðatorgi í Gróskusalnum. Myndlistarmenn úr Grósku opna haustsýningu kl. 19 um kvöldið og sýningin verður opin fram eftir kvöldi fyrir tónleikagesti.
Aðgangur að tónlistarveislunni er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.