8. ágú. 2014

Glerlistaverk frá Hönnunarsafninu til sýnis í Hannesarholti

Í sumar hafa sænskir glerlistmunir í eigu Hönnunarsafns Íslands verið til sýnis í Hannesarholti við Grundarstíg.
  • Séð yfir Garðabæ

Í sumar hafa sænskir glerlistmunir í eigu Hönnunarsafns Íslands verið til sýnis í Hannesarholti við Grundarstíg. 

Munirnir eru hluti sænsku glergjafarinnar sem var stofngjöf til Hönnunarsafns Íslands árið. Sænskir glerlistamenn og glerframleiðendur gáfu safninu stórkostleg glerlistaverk til að styrkja það og var gjöfin  afhent við hátíðlega athöfn af Karli Gústaf Svíakonungi árið 2004.  Gjöfin hefur verið sýnd að hluta eða í heild sinni nokkrum sinnum hér á landi frá því að hún var afhent. Tilvalið er leggja leið sína í Hannesarholt á Grundarstíg í Reykjavík og skoða þessa fallegu muni.

Sýningin stendur uppi til 17. ágúst næstkomandi.