8. ágú. 2014

Leikskólinn þrifinn hátt og lágt

Starfsfólk og börnin á Lundabóli hafa verið iðin við að skúra, skrúbba og bóna í sumar.
  • Séð yfir Garðabæ

Starfsfólk og nemendur á Lundabóli hafa verið iðnir í sumar við að skúra, skrúbba og bóna til að gera leikskólann hreinan og fínan fyrir veturinn. Farið hefur verið yfir húsnæði og leikföng og það er sem bilað eða ónýtt fjarlægt en annað þrifið. Gluggar hafa verið þrifnir að utan og innan svo og húsgögn og gardínur. Það sannast á Lundabóli að margar hendur vinna létt verk.

Fleiri myndir af dugnaðarforkunum eru á vef Lundabóls.