1. okt. 2015

Röskun á umferð um Álftanesveg

Lokun á hluta gamla Álftanesvegar framlengd fram í miðjan október hið minnsta
  • Séð yfir Garðabæ

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að tengingu nýs Álftanesvegar við núverandi veg í Engidal. Vegna þessa hefur þurft að loka núverandi vegi tímabundið við innkomu í Prýðahverfi og umferð beint um nýja veginn.  Áætlað var að þessari vinnu lyki um 20. september. Stór hluti framkvæmdarinnar eru breytingar og færsla á lögnum veitustofnana þ.e. hitaveitu, vatnsveitu ásamt raf- og símalögnum.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að flækjustig vegna þessara aðgerða var meira en búist var við og að óhagstætt veður hefur tafið ýmsa verkþætti.  Miðað við stöðu verksins framlengist því lokunin á gamla Álftanesveginum a.m.k. fram í miðjan október.  

Íbúum á svæðinu og öðrum vegfarendum er þökkuð þolinmæði og skilningur vegna þeirra óþæginda sem þessi lokun hefur valdið til þessa og jafnframt er beðist velvirðingar á þessari töf sem fyrirsjáanleg er.