6. ágú. 2014

Fjölbreytt verkefni í Hönnunarsafninu

Það kom sumarstarfsfólkinu í Hönnunarsafninu á óvart hversu mörg og fjölbreytt verkefnin eru sem vinna þarf að í safninu frá degi til dags
  • Séð yfir Garðabæ

Það kom sumarstarfsfólkinu í Hönnunarsafninu á óvart hversu mörg og fjölbreytt verkefnin eru sem vinna þarf að í safninu frá degi til dags. Vinnuframlag sumarstarfsmannanna er safninu mikilvægt enda er að mörgu að hyggja varðandi skráningu og varðveislu safngripa.

Á facebook síðu Hönnunarsafnsins er hægt að lesa þrjú stutt en skemmtileg viðtöl við ungar stúlkur sem störfuðu í Hönnunarsafninu í sumar. Allar stóðu þær sig vel og eru reynslunni ríkari.