3. nóv. 2016

Góðar umræður á fundi um aðalskipulag

Afar góð mæting var á opinn fund um aðalskipulag Garðabæjar sem haldinn var í gær. Á fundinum var framlögð tillaga að aðalskipulagi kynnt og
  • Séð yfir Garðabæ

Afar góð mæting var á opinn fund um aðalskipulag Garðabæjar sem haldinn var í gær. Á fundinum var framlögð tillaga að aðalskipulagi kynnt og farið yfir þær helstu nýjungar og breytingar sem hún felur í sér.

Kynning Árna Ólafssonar, aðalskipulagsráðgjafa og Arinbjarnar Vilhjálmsson skipulagsstjóra.

Að kynningum loknum var fundarmönnum skipt í fimm minni hópa þar sem færi gafst á að ræða efni tillögunnar og koma með ábendingar og fyrirspurnir. Formaður skipulagsnefndar, skipulagsstjóri, bæjarstjóri, bæjarverkfræðingur og skipulagsráðgjafar gengu á milli hópanna og tóku þátt í umræðunum.

Ljóst err að sitt sýnist hverjum um ýmis atriði tillögunnar en umræðan var í öllum tilfellum málefnaleg og gagnleg. Öllum þátttakendum er þakkað kærlega fyrir góðar umræður og þeirra framlag.

Gögn forkynningarinnar eru aðgengileg hér á vefnum og áfram er hægt að senda inn ábendingar og hugmyndir. 

Fleiri myndir frá fundinum eru á facebook-síðu Garðabæjar. Samantekt af umræðum fundarins verður birt á vefnum á næstunni.