26. ágú. 2015

Tillaga um móttöku flóttamanna lögð fram

Bæjarstjóra var á fundi bæjarráðs í gær falið að ræða við félagsmálaráðherra um hugsanlegan stuðning bæjarins við móttöku flóttamanna.
  • Séð yfir Garðabæ

Bæjarstjóra var á fundi bæjarráðs í gær falið að ræða við félagsmálaráðherra um hugsanlegan stuðning bæjarins við móttöku flóttamanna.

Fyrir fundinn var lögð tillaga bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar um að bærinn tæki á móti erlendum flóttamönnum og veitti þeim stuðning og skjól. Bæjarráð tók jákvætt í málið og vísaði því til bæjarstjóra. Gunnar Einarsson bæjarstjóri hefur þegar rætt málið óformlega við félagsmálaráðherra en mun taka upp formlegri viðræður á næstunni og óska eftir nánari upplýsingum áður en ákvörðun verður tekin í málinu.

Fundargerð bæjarráðs er aðgengileg hér.

Vegna fréttar um málið á visir.is er rétt að ítreka að allar félagslegar leiguíbúðir í eigu Garðabæjar eru í Garðabæ.