13. ágú. 2015

Keppt í fjallahjólreiðum í Vífilsstaðahlíð

Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum fer fram í Vífilsstaðahlíð sunnudaginn 16. ágúst nk.
  • Séð yfir Garðabæ

Íslandsmeistaramót í fjallahjólreiðum fer fram í Vífilsstaðahlíð sunnudaginn 16. ágúst nk. Mótið er haldið á vegum Hjólreiðasambands Íslands.
Keppt verður á stígum og slóðum í Vífilsstaðahlíð og er brautin nefnd Sómabrautin. Mótið hefst kl. 10:00 og því verður lokið kl. 12:00. Á meðan á mótinu stendur verður brautin lokuð fyrir almenna umferð sem verður tryggt með brautarvörslu á staðnum.

Skráðir keppendur í öllum flokkum eru 24 samkvæmt vefsíðu Hjólreiðasambandsins.

Rétt er að ítreka að mótið fer eingöngu fram utan vegar og hefur það því engin áhrif á almenna umferð á Heiðmerkurvegi.

Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.hjolamot.is