6. ágú. 2015

Hönnunarsafnið á röngunni

Starfsfólk Hönnunarsafnsins hefur verið sýnilegra gestum safnsins í sumar en almennt gerist í óvenjulegu verkefni sem staðið hefur yfir og var kallað "Safnið á röngunni"
  • Séð yfir Garðabæ

Starfsfólk Hönnunarsafnsins hefur verið sýnilegra gestum safnsins en almennt gerist upp á síðkastið.  Ástæðan er óvenjulegt verkefni sem staðið hefur yfir í sumar og var kallað "Safnið á röngunni".  Hluti af sýningarrými safnsins var nýtt undir vinnusvæði starfsfólks til skráningar og myndatöku safnmuna.  Þetta var gert til þess að starfsfólk fengi tækifæri til að spjalla við gesti um safnið um muni þess og gera starf sitt sýnilegra fyrir gestum.  Meðal þess sem skráð hefur verið var stór gjöf á módelum úr búi Einars Þorsteins Ásgeirssonar.  Sumarstarfsfólk safnsins tók þátt í þessari vinnu og bjó meðal annars til tímalínu þar sem verkefnin eru sýnd.  Tímalínan hefur vakið mikla lukku hjá gestum safnsins og má skoða hana í fullri stærð í Hönnunarsafninu fram á haust.

Hönnunarsafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17 og verslunin Kraum sem staðsett er á jarðhæð býður fjölbreytt úrval íslenskrar hönnunar. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu safnsins, www.honnunarsafn.is