29. júl. 2014

Skapandi sumarstarfi lokið

Á lokahátíð Skapandi sumarstarfs mátti sjá brot af því sem hópuirnn hefur fengist við í sumar
  • Séð yfir Garðabæ

Lokahátíð Skapandi sumarstarfs var haldin í bílakjallaranum á Garðatorgi fimmtudaginn 24. júlí sl. en þar sýndu meðlimir hópsins hluta af því sem þeir hafa fengist við í sumar. Í hópnum í sumar voru 13 krakkar sem leggja stund á ólíkar listgreinar eins og tónlist, fatahönnun, myndlist og ljósmyndun og gert sér far um að leyfa öðrum að njóta með sér. Tveir tónlistarmenn úr hópnum fór m.a. í tónleikaferðalag á leikskóla bæjarins auk þess sem þeir heimsóttu Ísafold og Vífilsstaði. Hópurinn hefur nú lokið störfum og vill þakka öllum sem fylgdust með honum og þeim sem litu inn á lokahátíðina.

Á facebook síðu hópsins má sjá brot af starfi sumarsins. 

Fleiri myndir frá lokahátíðinni.