22. júl. 2015

Ungir Garðbæingar skemmta sér á sumarnámskeiðum skátafélaga

Margt hefur verið gert til skemmtunar og fræðslu á námskeiðum hjá skátafélaginu Vífli í sumar
  • Séð yfir Garðabæ

Margt hefur verið gert til skemmtunar og fræðslu á námskeiðum hjá skátafélaginu Vífli í sumar og hafa börnin notið útiverunnar í sólinni sem hefur verið tíður gestur. 

Vikulega voru haldin smíðanámskeið og smíðaðir hafa verið kofar, kassabílar, hundakofar og ýmis húsgögn.  Á ævintýranámskeiðum og grallaranámskeiðum hafa börnin farið í skoðunarferðir á hjólum, gangandi eða með strætó, þau hafa líka farið í klettaklifur, siglt á kanó og farið í heimsóknir í slökkviliðsstöðvar og í landhelgisgæsluna svo eitthvað sé nefnt. Smíðanámskeiðunum er að ljúka í þessari viku en ævintýra- og grallaranámskeiðin halda áfram fram í ágúst, hægt er að skrá sig á námskeiðin á heimasíðu skátafélagsins.   

https://secure.skatar.is/felagatal/vifill/sumarnamskeid.aspx