16. júl. 2015

Lokasýning skapandi sumarstarfa fimmtudaginn 23. júlí kl. 17

Lokasýning ungmenna sem starfað hafa hjá Garðabæ við skapandi sumarstörf verður haldin í sal Grósku á Garðatorgi, 23. júlí kl. 17-19
  • Séð yfir Garðabæ

Hópur hæfileikaríkra ungra listamanna hefur starfað hjá Garðabæ í sumar við skapandi sumarstörf. Meðlimir hópsins, sem eru 15 ungmenni, hafa fengist við ýmis verkefni en fyrstu vikur sumarsins unnu þau hörðum höndum að verkum sem sýnd voru og flutt á Jónsmessuhátíð Grósku.  Einnig hafa þau m.a. stenslað merkingar fyrir gangandi vegfarendur frá strætóstoppistöðvunum við Ásgarð að Hönnunarsafninu og að minjagarðinum við Hofsstaði.

Þann 23. júlí kl. 17:00 verður lokahóf Skapandi sumarstarfa en þar geta gestir og gangandi borið afrakstur alls sumarsins augum, heitt verður á könnunni og allir hjartanlega velkomnir.  Lokahófið verður haldið í sal Grósku í gamla Betrunarhúsinu á Garðatorgi og hér má sjá auglýsingu fyrir lokahátíðina.

 

Áhugasamir geta einnig fylgst með starfsemi hópsins hér:

Vefsíða- skapandigbr.weebly.com Facebook- www.facebook.com/pages/Skapandi-sumarst%C3%B6rf-%C3%AD-Gar%C3%B0ab%C3%A6-2015/418384848346618?fref=ts


Snap Chat- Sumar2015
Instagram- sumar2015gbr