10. júl. 2015

Umferðartafir á Álftanesvegi 13.-22. júlí

Frá mánudeginum 13. júlí til miðvikudagsins 22. júlí verður unnið við endanlegan frágang á tengingu núverandi Álftanesvegar við þann hluta sem var endurbyggður 2014 við Garðaholt. Loka þarf veginum meðan þessi framkvæmd varir og verður hjáleið um Garðaholtsveg – Garðaveg.
  • Séð yfir Garðabæ
Frá mánudeginum 13. júlí til miðvikudagsins 22. júlí verður unnið við endanlegan frágang á tengingu núverandi Álftanesvegar við þann hluta sem var endurbyggður 2014 við Garðaholt. Loka þarf veginum meðan þessi framkvæmd varir og verður hjáleið um Garðaholtsveg – Garðaveg.
Þessi framkvæmd hefur ekki áhrif á umferð gangandi og hjólandi vegfarenda um göngustíginn.

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni skv. tilkynningu frá Vegagerðinni. Smellið á meðfylgjandi mynd til að sjá hjáleið um Garðaholt.