30. jún. 2015

Vegrið við Garðahraunsstíg

Í lok síðustu viku, föstudaginn 26. júní, var sett upp öryggisgirðing eða teinavegrið við Garðahraunsstíginn þar sem hann liggur utan í mön við Reykjanesbraut
  • Séð yfir Garðabæ
Í lok síðustu viku, föstudaginn 26. júní, var sett upp öryggisgirðing eða teinavegrið við Garðahraunsstíginn þar sem hann liggur utan í mön við Reykjanesbraut. Þegar stígurinn var lagður utan í mönina myndaðist brattur kantur niður af stígnum þar sem gat verið hætta á að ef fallið væri út af stígnum yrði fallið hátt og lending niður í hraunið.  Til að koma í veg fyrir slys var því ráðist í gerð öryggisgirðingar við stíginn.  Garðahraunsstígurinn er vinsæl samgönguleið og mikið um gangandi og hjólandi umferð.