26. jún. 2015

Jónsmessugleðin var haldin í blíðskaparveðri

Hin árlega Jónsmessugleði Grósku var haldin fimmtudagskvöldið 25. júní sl. í fallegu sumarveðri. Garðbæingar og aðrir góðir gestir fjölmenntu í Sjálandshverfið þar sem Jónsmessugleðin fór fram við göngustíginn meðfram ströndinni. Þema kvöldins var ,,tónar" sem listamennirnir tjáðu í myndverkum og skúlptúrum sem voru unnin sérstaklega fyrir Jónsmessugleðina.
  • Séð yfir Garðabæ

Hin árlega Jónsmessugleði Grósku var haldin fimmtudagskvöldið 25. júní sl. í fallegu sumarveðri.  Garðbæingar og aðrir góðir gestir fjölmenntu í Sjálandshverfið þar sem Jónsmessugleðin fór fram við göngustíginn meðfram ströndinni.  Myndlistarmenn úr Grósku ásamt gestalistamönnum frá myndlistarfélagi Kópavogs og Litku voru búnir að setja upp fjölbreytta og skemmtilega myndlistarsýningu við göngustíginn.  Þema kvöldins var ,,tónar" sem listamennirnir tjáðu í myndverkum og skúlptúrum sem voru unnin sérstaklega fyrir Jónsmessugleðina.  Auk myndlistarmannana í Grósku voru fjölmargir listamenn á öllum aldri sem komu fram um kvöldið hér og þar við göngustíginn og skemmtu gestum og gangandi með söng, tónlist, dans og gjörningum.

Skapandi sumarhópur ungmenna tók þátt í Jónsmessugleðinni og sýndu og fluttu fjölbreytt verk sem þau hafa unnið að og æft frá því að hópurinn tók til starfa í byrjun júní.  Einnig tóku ungmenni úr umhverfishópum Garðabæjar þátt í undirbúningi Jónsmessugleðinnar og voru á vaktinni um kvöldið við umferðarstjórn, aðstoðuðu við kaffiveitingar og sjá svo um umhirðu og frágang á svæðinu.

Yfirskrift Jónsmessugleðinnar frá upphafi hefur verið Gefum - gleðjum og njótum og það má sannarlega segja að það hafi átt vel við í gær þar sem allir voru glaðir og nutu sín við að horfa á myndlist og hlusta á ljúfa tóna í Sjálandinu fram eftir kvöldi.

Á fésbókarsíðu Garðabæjar má sjá fleiri myndir frá kvöldinu og einnig á fésbókarsíðu Grósku.