12. jún. 2015

Sumarstörf umhverfishópa

Starfsemi umhverfishópa hófst 1. júní sl. en undirbúningur að starfi þeirra hófst í vor. Umhverfishóparnir vinna við fjölbreytt verkefni í sumar við að gera bæjarlandið snyrtilegt með því að tína rusl og taka til þar sem þörf krefur, raka gras og hirða af mönum bæjarins, leggja stíga á útivistarsvæðum og taka að sér tilfallandi verkefni.
  • Séð yfir Garðabæ
Starfsemi umhverfishópa hófst 1. júní sl. en undirbúningur að starfi þeirra hófst í vor. Þrír hópar byrjuðu í byrjun júní og svo bætast við tveir hópar 15. júní.  Flokkstjórar stýra hópunum og í hverjum hóp eru um 10-15 ungmenni 17 ára og eldri.  Umhverfishóparnir vinna við fjölbreytt verkefni í sumar við að gera bæjarlandið snyrtilegt með því að tína rusl og taka til þar sem þörf krefur, raka gras og hirða af mönum bæjarins, leggja stíga á útivistarsvæðum og taka að sér tilfallandi verkefni. Við Vífilsstaðavatn fá þau að hafa eftirlit með veiði og umgengni í friðlandinu, t.d. að framfylgja hundabanni um varptíma fugla.  Einnig er hópur sem tekur þátt í Jónsmessugleði Grósku og er þar í umsjónar- og eftirlitshlutverki.   

Innan umhverfishópa starfa fötluð ungmenni hálfan daginn úti í hópunum, en eftir hádegi er þeim boðið uppá frístund með ýmsum áhugaverðum verkefnum.
Yfirflokkstjóri umhverfishópanna er Gissur Hrafn Gíslason og Erla Bil Bjarnardóttir umhverfisstjóri hefur yfirumsjón með sumarstarfi umhverfishópanna.

Auk umhverfishópanna fengu ungmenni 17 ára og eldri störf í sumarátaki bæjarins hjá íþróttafélögum og stofnunum bæjarins.  Einnig er starfandi hópur sem vinnur að skapandi störfum í sumar. Alls eru það um 300 ungmenni sem starfa í sumarátakinu. Vinnuskóli Garðabæjar hóf einnig göngu sína í vikunni og þar eru um 450 ungmenni, 15 og 16 ára, við störf í sumar.